Fullnýtir þitt fyrirtæki sinn rétt?
Nú fer í hönd mesti annatími sjóðins þar sem fyrirtæki keppast við að senda inn umsóknir vegna námskeiða sem fram hafa farið á árinu, fyrir miðvikudaginn 13. desember, svo afgreiðsla náist fyrir áramót.
Við hjá Starfsafli viljum benda á það að aðeins lítið brot fyrirtækja fullnýtir rétt sinn, 3 milljónir króna, á ári. Þau fyrirtæki þurfa sannarlega að ná að skila inn og fá afgreiddar umsóknir fyrir áramót.
Aðeins lítið brot fyrirtækja fullnýtir rétt sinn, 3 milljónir króna, á ári.
Fyrirtæki sem ekki fullnýta rétt sinn þurfa hinsvegar ekkert að stressa sig á því hvað sjóðina varðar, þar sem að reikningar vegna námskeiða geta verið allt að 12 mánaða gamlir þegar umsókn er send inn og skiptir þá engu hvort það er innan almanaksársins eða ekki.
Ef músarbendilinn er settur á myndinni hér til hliðar má sjá hlutfall fyrirtækja út frá fjölda og fullnýtta styrkfjárhæð, en samkvæmt henni eru það aðeins 7% sem fá greiddar tvær milljónir eða meira, 12% eina til tvær milljónir milljónir og önnur fyrirtæki er undir einni milljón króna.
Við hvetjum því þau fyrirtæki, sem ekki fullnýta rétt sinn, til að fara sér engu óðslega hvað þetta varðar, taka sér tíma í umsóknirnar og vanda vel til verka. Styrkur er ekki glataður ef umsókn næst ekki fyrir áramót eða innan almanaksárins,hann er aðeins glataður ef hámarki er náð eða ef reikningur er eldri en 12 mánaða.
Styrkur er ekki glataður ef umsókn næst ekki fyrir áramót eða innan almanaksárins,hann er aðeins glataður ef hámarki er náð eða ef reikningur er eldri en 12 mánaða.
Nánari upplýsingar má fá á skrifstofu Starfsafls í síma 5181850 eða með því að senda tölvupóst á [email protected]
Um Starfsafl:
Starfsafl fræðslusjóður er í eigu Samtaka atvinnulífsins og Eflingar, VSFK og Verkalýðsfélagsins Hlífar. Sjóðurinn varð til á grundvelli kjarasamninga árið 2000 og hlutverk hans er að styrkja félagsmenn og fyrirtækin sem þeir starfa hjá, í starfsmenntun.
Stykir til einstaklinga eru afgreiddir af stéttafélögunum en Starfsafl afgreiðir styrki til fyrirtækja. Tekjur Starfsafls eru starfsmenntaiðgjald sem er samningsbundið gjald atvinnurekenda til sjóðsins, eins og um er samið á hverjum tíma.