Fræðslustjóri að láni til Airport Associates
Airport Associates hefur skrifað undir samning um að fá Fræðslustjóra að láni. Verkefnið er samvinnuverkefni Starfsafls og Starfsmenntasjóðs verslunar- og skrifstofufólks. Hjá fyrirtækinu starfa 130 fastráðnir starfsmanns og tilheyra um 60 manns Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis. Rúmlega 300 starfsmenn munu starfa í sumar þegar búið er að bæta við sumarafleysingarfólki. Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum sér um ráðgjöf í verkefninu en það er Birna Jakobsdóttir, verkefnastjóri, sem er Fræðslustjóri að láni.
Airport Associates er sjálfstætt starfandi flugþjónustufyrirtæki á Keflavíkurflugvelli. Starfsemin tekur til allrar þjónustu við farþega- og fraktflugvélar svo sem hleðslu flugvéla sem og annarar þjónustu á flughlaði, farþegainnritunar, hleðslueftirlits og alls þess er lítur að flugvélaafgreiðslu.
Á ársgrundvelli afgreiðir fyrirtækið u.þ.b. 70 flugfélög, þjónustar um 4.000 flugvélar, afgreiðir um 10.000 tonn af frakt og innritar um 400.000 farþega.

Sólveig Lilja Snæbjörnsdóttir, Telma D. Guðlaugsdóttir, Valdís A. Steingrímsdóttir og Birna Jakobsdóttir
Fyrirtækið býður uppá skemmtilegt og spennandi starfsumhverfi á Keflavíkurflugvelli og
hjá þeim starfa metnaðarfullir, jákvæðir og kraftmiklir einstaklingar.