Formenn fá kynningu

Formannsfundur Starfsgreinasambandsins var haldinn föstudaginn 3. júni í húsnæði Verkalýðsfélags Grindavíkur. Til fundarins voru boðaðir formenn aðildarfélaga SGS og þykir vel við hæfi á þeim fundum að kalla eftir því að fræðslusjóðirnir séu kynntir og þau mál sem eru á dagskrá.

Framkvæmdastjóri Starfsafls, Lísbet Einarsdóttir, var með stutt innlegg um stöðu sjóðsins og helstu breytur; s.s. fjölda umsókna, aldur þeirra sem sækja í sjóðinn, kyn og þjóðerni. Þá sagði hún það ánægjulegt hversu margir einstaklingar njóta greiðslna úr sjóðnum, hvort heldur er í gegnum einstalings- eða fyrirtækjastyrki. Þá sagði Lísbet að á döfinni væri að kynna enn frekar Áttina, sameiginlega vefgátt starfsmenntasjóðanna, skoða leiðir til að mæta fyrirtækjum og  atvinnubílstjórum vegna þeirrar endurmenntunar sem atvinnubílstjórum ber að sækja sbr. lög þar um og að síðustu að skoða hvernig Starfsafl getur komið að raunfærnimati.

13348849_10208571149970226_1651718217_n