Flóð umsókna í síðasta mánuði ársins

Það er óhætt að segja að síðasti mánuður ársins hafi hreinlega sprungið í fjölda umsókna frá fyrirtækjum. Þær streymdu inn sem aldrei fyrr og  25% af þeirri fjárhæð sem fór í styrki til fyrirtækja á árinu,  var greidd út í desember.  Það þurfti því heldur betur að bretta upp ermar og spýta í lófa, því á bak við hverja umsókn getur verið fjöldi reikninga, listar með nöfnum og kennitölum  þátttakenda, lýsingar á námsskeiðum og annað það, sem þarf að fylgja með umsókn og þarfnast úrvinnslu, áður en umsókn er samþykkt. 

Það var vel við hæfi að klára síðasta mánuð ársins með þessum hætti og óhætt að segja að fyrirtæki hafa ekki látið samkomubann og aðrar hindranir í vinnuumhverfinu standa í vegi fyrir fræðslu heldur nýtt sér tæknina þar sem því hefur verið við komið. Að því sögðu var heildarfjárhæð greiddra styrkja til fyrirtækja og einstaklinga  kr. 33.5 milljónir króna.  Vel gert.

Heildarfjárhæð greiddra styrkja til fyrirtækja og einstaklinga 33,5 milljónir króna

Styrkir til fyrirtækja

Alls bárust sjóðnum 60 umsóknir í desembermánuði frá 30 fyrirtækjum. Heildarfjárhæð greiddra styrkja til fyrirtækja var 9,4 milljónir króna og á bak við þá fjárhæð rúmlega 1718 félagsmenn.

Námskeiðin voru fjölbreytt samanber neðangreint yfirlit;

ADR og tanknámskeið
CRM námskeið
Dale Carnegie
Eigin fræðsla
Endurmenntun atv.
Flotnámskeið
Flugverndarnámskeið
Frumnámskeið
Gæðastjórnun
Gerð stafræns námsefnis
HACCP gæðanámskeið
Íslenska
Kerrunámskeið
Leiðtogaþjálfun
Liðsheild
Lífeyrisnámskeið
Lyftaranámskeið
Meirapróf
Merking vinnusvæða
Samskipti
Sjálfsefling
Slysavarnir, öryggisfræðsla og fl.
Starfsánægja
Starfslokanámskeið
Stjórnendaþjálfun
Teams grunnnámskeið
Tölvunámskeið
Vinnuélaréttindi
Vinnuheilsa
Vinnumarkaðsfræði
Vinnuvélanámskeið

Styrkir til einstaklinga

Félagsmenn sóttu sömuleiðis hin ýmsu námskeið en styrkfjárhæð getur numið allt að 90% endurgreiðslu á reikningi en þó aldrei meira en kr. 130.000,- á ári. Þá geta félagsmenn án atvinnu nýtt sér fræðslustyrki til jafns við aðra félagsmenn en rýmkaðar reglur þar á má kynna sér hér.

Styrkir til einstaklinga í krónum talið voru sem hér segir:

Efling kr.15.196.795,-
VSFK kr. 7.541.616,-
Hlíf kr. 1.394.385,-

Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband í síma 6930097 eða með tölvupósti á lisbet@starfsafl.is Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, eins og áður segir, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.

Myndin með fréttinni er fengin hér