Við kveðjum árið sem var REPLAY

Nýtt ár er runnið upp. Við kveðjum það gamla og  horfum bjartsýn fram á veginn, tökum nýju ári fagnandi.

Árið sem við kveðjum var endurtekning á árinu sem var þar á undan þar sem ekkert varð aftur eins og ætlað var öllum að óvörum.  Reynslan var þó komin og endurtekningin  öllu einfaldari og ef til vill þægilegri.  Það var engu að síður sérkennilegt að keyra í gegnum árið þar sem  það vantaði að hluta drifkraftinn sem var árið á undan, þegar farið var í gerð fræðsluefnis og námskeiða, auglýsingaátak og annað sem þótti koma vel í því árferði sem var. Að sama skapi má líta á það sem svo að grunnurinn hafi verið  lagður árið á undan og ekki þörf á frekari viðbótum, við fórum einfaldlega á REPLAY.

Að sama skapi má líta á það sem svo að grunnurinn hafi verið lagður árið á undan og ekki þörf á frekari viðbótum, við fórum einfaldlega á REPLAY.

Að því sögðu hélt Starfsafl  hækkuðu endurgreiðsluhlutfalli úr 75% í 90% og verður það svo fram til 1. maí þessa árs.

Fyrirtækin eiga mörg hver hrós skilið en alls voru afgreiddar 265 umsóknir frá 83 fyrirtækjum árið 2021, fyrirtækjum sem fjárfestu í sínum mannauð með starfstengdi fræðslu. Heildarfjárhæð greiddra styrkja var nánast upp á krónu sú sama og árið á undan eða  rétt um 40 milljónir króna. 

Þá sótti fjöldi einstaklinga nám af ýmsu tagi en heildarfjárhæð greiddra styrkja til einstaklinga var rúmlega 250 milljónir króna.

Við getum því horft um öxl og verið nokkuð sátt. Fræðsla og starfsþróun tók alveg sitt pláss á árinu þrátt fyrir allt.

Sem fyrr segir verður 90% endurgreiðsla styrkja áfram á nýju ári, eða til 1. maí 2021 og því hvetjum við enn sem fyrr, og aldrei meir en nú, fyrirtæki og einstaklinga til að fjárfesta í því sem mestu skiptir, mannauðnum.

Að því sögðu langar okkur hér hjá Starfsafli að óska ykkur gleðilegs nýs árs með þökk fyrir samskiptin á liðnu ári.

Myndin er fengin hér