Fjöldi umsókna í Sólmánuði

Til forna hét júnímánuður Sólmánuðurinn og má með sanni segja að það hafi verið réttnefni þennan mánuðinn. Sólardagarnir voru þó að öllum líkindum mun færri en fjöldi umsókna.

Á skrifstofu Starfsafls var allt eins og vera ber að teknu tilliti til aðstæðna í samfélaginu. Mikið var um fyrirspurnir og ljóst að rekstraraðilar leita leiða til að hlúa að og efla sinn mannauð þar sem því verður við komið.

21 umsókn barst í júní og samanlögð styrkfjárhæð var rétt undir tveimur milljónum króna. Það er töluvert lægra en verið hefur á sama tíma ef litið er til síðastu tveggja ára. Ef hinsvegar fyrstu sex mánuðir ársins eru bornir saman við það tímabil á síðasta ári, svo dæmi sé tekið, þá erum við á pari.

10 fyrirtæki eru á bak við þessar umsóknir, námstundir voru alls 168 og starfsfólk 619 talsins.

Sótt var um styrk vegna ýmissa námskeiða, svo sem stafræns námskeiðs um líkamsbeitingu, þjónustu, gæðastjórnun, vinnuvernd, sölunámskeið, samskipti og liðsheild, ADR fyrir atvinnubílstjóra, leiðtogaþjálfun, gæði og meðferð matvæla og þrif.

Þá vor greiddar um 800.000,- krónur til fyrirtækis vegna 5 umsókna frá fyrri mánuði.

Greiddar fjárhæðir vegna einstaklingsstyrkja í júní voru sem hér segir:

Efling kr. 11.787.519,-

VSFK kr. 4.865,068,-

Hlíf kr. 700.586,-

Samtals greiddir einstaklingsstyrkir voru kr. 17. 353, 173,-

Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband í síma 6930097 eða með tölvupósti á lisbet@starfsafl.is Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.

Myndin með fréttinni er fengin hér