Brim hf styrkt vegna stafrænnar fræðslu

Í vikunni var afgreiddur styrkur til Brims hf vegna tveggja umsókna. Styrkurinn var rétt yfir einni milljón og var vegna námskeiða á stafrænu formi.

Styrkurinn var veittur vegna 112 starfsmanna fyrirtækisins* og var annarsvegar vegna námskeiðs í gæðastjórnun á vegum Sýni hf og hinsvegar gæði og meðferð matvæla á vegum Fisktækniskóla Íslands. Á seinna námskeiðinu var boðið upp á námskeiðið á nokkrum tungumálum.

Brim hf. á sér langa sögu og býr að mikilli reynslu og þekkingu á nýtingu auðlinda og framleiðslu sjávarafurða sem endurspeglast í öllu starfi þess. Fyrirtækið leggur áherslu á að innan fyrirtækisins starfi hæft og traust starfsfólk sem af fagmennsku og ábyrgð tryggir sjálfbæra nýtingu og hagkvæmni í umgengni við auðlindina segir á vefsíðu fyrirtækisins.

Nánari upplýsingar um styrki til fyrirtækja eru veittir á skrifstofu Starfsafls.

* Öll fyrirtæki sem greiða iðgjöld af starfsfólki til Eflingar, VSFK eða Hlífar, geta sótt um í sjóðinn. Hámark veittra styrkja á almanaksári er 3 milljónir króna.

Myndin er fengin að láni af vefsíðu fyrirtækisins.