Félagsleg fræðsla styrkt um tæpar tvær milljónir
Fræðsla- og starfsmenntun hefur mikið vægi innan Eflingar og mikill metnaður lagður í þann málaflokk. Á hverju ári heldur Efling stéttarfélag m.a. út öflugri félagslegri fræðslu sem er félagsmönnum Eflingar að kostnaðarlausu en Starfsafl styrkir þá fræðslu samkvæmt samkomulagi þar um. Fyrir árið 2016 var sá styrkur tæplega tvær milljónir króna.
Þau námskeið sem telja til félagslegra fræðslu Eflingar árið 2016 voru m.a. námskeið sem taka til sjálfseflingar, starfsloka og markþjálfunar, svo dæmi séu tekin. Þessi námskeið eru alla jafna mjög vel sótt og vinsæl meðal félagsmanna Eflingar.
Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér þau námskeið sem eru í boði fyrir árið 2017 er bent á vef Eflingar, www.efling.is