Þriðja og síðasta fréttaskot Starfsafls

Á vormánuðum sendi Starfsafl sitt fyrsta fréttaskot og í gær var þriðja og síðasta fréttaskot Starfsafls þetta árið sent út. Kannski ekki alveg jólalesturinn í ár en engu að síður gagnlegar fréttir fyrir þá sem eru í rekstri og  sinna mannauðs- og fræðslumálum.

Í fréttaskotinu var tæpt á því helsta, afgreiðslutíma umsókna fyrir jól, breytingum á reglum og vísun á handbók um árangursríka fræðslu og þjálfun. 

Fréttaskotið er sent til þeirra forsvarsmanna fyrirtækja sem sótt hafa um styrk til Starfsafls síðastliðin tvö ár en póstsendingum er haldið í lágmarki. 

Þeir sem ekki fengu fréttaskot en vilja vera á póstlista er  bent á að senda okkur línu.  Það sama á við um þá sem fengu fréttaskot en hafa ekki áhuga á slíkum skotum, þeim er jafnframt bent á að senda okkur línu.  

Fréttaskotið má lesa hér