Fagbréf atvinnulífsins styrkt af Starfsafli
Á vinnumarkaði sem tekur örum breytingum er mikilvægt að færni til starfa sé sýnileg og staðfest.
Með raunfærnimati er færni starfsfólks metin út frá hæfniviðmiðum starfs. Í framhaldi fer fram þjálfun og fræðsla sem tekur mið af niðurstöðunum matsins. Þegar öllum hæfniviðmiðum starfsins er náð er færnin staðfest með Fagbréfi atvinnulífsins fyrir viðkomandi starf. Í því felst ávinningur fyrir fyrirtæki og starfsfólk. Raunfærnimat á móti viðmiðum starfa er styrkt hjá Starfsafli samkvæmt reglum, eða 90% af reikningi.
Hér má lesa um ferill og fjármögnun
Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband í síma 6930097 eða með tölvupósti á [email protected] Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, eins og áður segir, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.
Myndin með fréttinni er fengin af vefsíðu Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins