Ertu ekki alveg viss um hvaða sjóð skal velja
Starfsmenntasjóðir á almennum vinnumarkaði reka saman Áttina þar sem fyrirtæki geta með einni umsókn sótt um styrkií viðeigandi starfsmenntasjóði/- setur.
Þar sem stéttafélögin á bak við hvern sjóð eru oft ótalmörg og ekki einleikið að finna út hver tilheyrir hverjum, þá er yfirlitsskjal á vefsíðu Áttarinnar sem sýnir vel hvernig landið liggur.
Skjalið má nálgast hér
Þá er alltaf velkomið að senda póst á [email protected] og við leiðbeinum eftir bestu getu.
Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.