Er þitt fyrirtæki í tölum júlímánaðar ?
Hæft og framsýnt starfsfólk er lykill fyrirtækja að árangri og símenntun og markviss starfsþróun er þar grunnstoð. Það er því mikilvægt fyrir öll fyrirtæki, óháð stærð og starfsumhverfi að styrkja þessa grunnstoð og fjárfesta í nauðsynlegri fræðslu. Fyrir einstaklinga á vinnumarkaði er ekki síður mikilvægt að líta á eigin hæfni og færni og sækja þá fræðslu sem þarf. Þá er gott að geta leitað í starfsmenntasjóði og lágmarkað kostnað tengdan starfsmenntun.
Styrkir Starfsafls í júlí
Í sjöunda mánuði ársins voru greiddar út 23.4 milljónir króna til einstaklinga og fyrirtækja vegna starfsmenntunar. Það er talsvert hærri fjárhæð en greidd var í júlí 2021 og 2020. Það er vel og vekur vonir um að samfélagið og atvinnulífið sé að verða eðlilegt eftir Covid tímabilið sem við öll þekkjum fullvel.
Í sjöunda mánuði ársins voru greiddar út 23.4 milljónir króna til einstaklinga og fyrirtækja vegna starfsmenntunar.
Styrkir til fyrirtækja
43 umsóknir bárust frá 8 fyrirtækjum þennan mánuðinn og á bak við þá tölur eru 999 félagsmenn, starfsfólk áðurnefndra fyrirtækja. Heildargreiðsla styrkja til fyrirtækjanna var 4.1 milljón króna.
Styrkir til einstaklinga
Samanlögð styrkfjárhæð til einstaklinga var 19.3 milljónir kr. Á bak við þá tölu eru 293 félagsmenn. Sú fjárhæð skiptist sem hér segir:
Efling kr. 15.251.683,-
VSFK kr. 3.403.867,-
Hlíf kr. 648.580,-
Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband í síma 6930097 eða með tölvupósti á [email protected] Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, eins og áður segir, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.
Myndin með fréttinni er fengin hér