Stefnumiðuð fræðsla er lykilþáttur í því að styðja við langtímasýn og markmið fyrirtækja. Með markvissri hæfniuppbyggingu má efla starfsfólk, auka nýsköpun, bæta þjónustu og styrkja samkeppnishæfni. Slík nálgun tryggir að þekking og færni starfsfólks þróist í takt við breyttar þarfir atvinnulífsins og tækni.
Með markvissri hæfniuppbyggingu má efla starfsfólk, auka nýsköpun, bæta þjónustu og styrkja samkeppnishæfni. Slík nálgun tryggir að þekking og færni starfsfólks þróist í takt við breyttar þarfir atvinnulífsins og tækni.
Á sama tíma er nauðsynlegt að huga að lögbundinni fræðslu, s.s. í slysavörnum, vinnuvernd og gæðastjórnun. Slík fræðsla er grundvöllur öruggs og faglegs starfsumhverfis. Hún dregur úr hættu á slysum, styrkir öryggismenningu og styður við stöðugar umbætur í öllum rekstri.
Heildstæð fræðslustefna þarf því að sameina stefnumiðaða hæfniuppbyggingu og reglubundna fræðslu – hvoru tveggja eru óaðskiljanlegir þættir í ábyrgri og framsækinni starfsemi. Þá er gott að geta leitað í sjóðina og fengið þann fjárhagslega stuðning sem þörf er á.
Í september bárust Starfsafli 50 umsóknir frá fyrirtækjum, sem er met í fjölda umsókna í þessum mánuði, sé litið til liðinna ára. Að því sögðu hafa borist 342 umsóknir það sem af er ári, frá janúar til og með september, og er það líka met, sé litið til liðinna ára. Við fögnum því og horfum bjartsýn til framtíðar.
Í september bárust Starfsafli 50 umsóknir frá fyrirtækjum, sem er met í fjölda umsókna í þessum mánuði, sé litið til liðinna ára.
Heildarfjárhæð greiddra styrkja til fyrirtæja þennan mánuðinn var rétt undir 10 milljónum króna og á bak við þá tölu 501 einstaklingur. Eins og fyrr segir var heildarfjöldi umsókna 50 talsins, þar af var 11 hafnað og ein í ferli, þegar þetta er skrifað.
Námskeiðin sem sótt var um styrk vegna voru meðal annars eftirfarandi;
Brunavarnir
Eftirréttarnámskeið
Endurmenntun atv.
Flugvernd
Frumnámskeið
Fyrsta hjálp
Gæðastjórnun
Gervigreind
Íslenska
Kerrunámskeið
Leiðtogaþjálfun
Logsuða
Meirapróf
Öryggisnámskeið / vörn gegn vágestum
Skyndihjálp
Stafrænt fræðsluumhverfi
Stjórnendanámskeið
Þjónustunámskeið
Vinnustaðaskóli Akademías
Vinnuvélanámskeið
Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband í síma 6930097 eða með tölvupósti á [email protected] Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, eins og áður segir, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.
Myndin með fréttinni er fengin hér