Enginn vorfundur – afmælisráðstefna í haust

Í ár fellur árlegur vorfundur Starfsafls niður en þess í stað verður blásið til veglegrar afmælisráðstefnu í haust. Tilefnið er tvíþætt: annars vegar  25 ára afmæli starfsmenntasjóða og hins vegar 10 ára afmæli Áttarinnar – sameiginlegrar vefgáttar sjóðanna.

Ákvörðunin um að fella niður vorfundinn var ekki léttvæg, enda hafa þeir fundir ávallt notið mikilla vinsælda og góðrar þátttöku. Fjöldi gesta hefur aukist jafnt og þétt frá upphafi og fundirnir reynst dýrmætur vettvangur til upplýsingaöflunar, samtals og tengslamyndunar. Þrátt fyrir það þótti rétt að beina kröftunum að undirbúningi afmælisráðstefnunnar og gera henni sem mest skil.

Ráðstefnan fer fram miðvikudaginn 18. september 2025 á Grand Hótel Reykjavík. Að henni standa þeir starfsmenntasjóðir sem sameinast um rekstur Áttarinnar, vefgáttar starfsmenntasjóða á almennum vinnumarkaði.

Ráðstefnan fer fram miðvikudaginn 18. september 2025 á Grand Hótel Reykjavík. Að henni standa þeir starfsmenntasjóðir sem sameinast um rekstur Áttarinnar, vefgáttar starfsmenntasjóða á almennum vinnumarkaði.

Nánari dagskrá verður kynnt þegar nær dregur, en við hvetjum öll sem starfa á vettvangi fræðslu-, mannauðs- og atvinnumála til að taka daginn frá. Um verður að ræða einstakt tækifæri til að líta um öxl, fagna árangri og ræða framtíð starfsmenntunar á Íslandi.

Um Starfsafl:

Öll fyrirtæki sem greiða iðgjöld af starfsfólki til Eflingar stéttarfélags, Verkalýðsfélagsins Hlífar í Hafnarfirði og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, geta sótt um í sjóðinn.  Sótt er um á www.attin.is

Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband í síma 5181850 eða með tölvupósti á [email protected]  Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.