Í júlí 2018 bárust Starfsafli alls 13 umsóknir frá 11 fyrirtækjum og námu greiddir styrkir þá um 1,5 milljónum króna. Meðal námskeiða sem styrkt voru það árið má nefna þjónustunámskeið, íslenskukennslu, skyndihjálp, hafnargæslu og meirapróf.
………..og staðan nú:
Frá árinu 2018 hefur orðið veruleg aukning í fjölda umsókna, aukning sem hefur verið stigvaxandi frá stofnun sjóðsins og enn meiri með tilkomu vefgáttar sjóða, www.attin.is
Í síðasta mánuði, júlí 2025, bárust alls 59 umsóknir frá 24 fyrirtækjum og námu greiddir styrkir samtals 11,3 milljónum króna. Þetta jafngildir um 87 prósenta aukningu á milli þessara tveggja ára og endurspeglar þá jákvæðu þróun sem orðið hefur í notkun fyrirtækja á starfsmenntasjóðnum.
Þetta jafngildir um 87 prósenta aukningu á milli þessara tveggja ára og endurspeglar þá jákvæðu þróun sem orðið hefur í notkun fyrirtækja á starfsmenntasjóðnum.
Að mati Starfsafls má rekja þessa aukningu meðal annars til vaxandi vitundar fyrirtækja um þau tækifæri sem felast í fræðslu og símenntun starfsfólks, bættu aðgengi að starsfmenntasjóðunum í gegnum vefgátt sjóða ásamt markvissri upplýsingagjöf og ráðgjöf.
Júlí virðist einnig í auknum mæli nýtast sem mánuður tiltektar, þar sem fyrirtæki gera upp fyrri hluta ársins og skipuleggja fræðslu fyrir haustönnina. Það er vel og við fögnum því.
Af þeim 59 umsóknum sem afgreiddar voru í júlí var 10 hafnað. Það er hlutfall sem telst í hærri kantinum. Í þremur tilfellum reyndust reikningar eldri en 12 mánaða sem varð til þess að umsóknunum var hafnað. Í slíkum tilvikum tapast dýrmætir fjármunir sem hefði auðveldlega mátt nýta til að efla hæfni og þekkingu starfsfólks.
Einnig má nefna að afgreiddar voru átta umsóknir vegna skyndihjálparnámskeiða, tvær vegna sjálfsvarnarnámskeiða og þrjár vegna vinnuvélanámskeiða. Gera má ráð fyrir að þessar umsóknir tengist sumarstarfsfólki. Starfsafl vill í því samhengi ítreka að réttur til endurgreiðslu stofnast um leið og starfsmaður hefur störf, hvort sem um er að ræða tímabundin störf eða langtímaráðningu. Eitt af meginmarkmiðum Starfsafls er að styðja fyrirtæki og starfsfólk þeirra í því að efla hæfni, öryggi og tækifæri á vinnumarkaði – óháð lífaldri, starfsaldri eða ráðningartíma. Það er því mikilvægt að fyrirtæki geri allt starfsfólk, þar með talið sumarstarfsfólk, að virkum þátttakendum í fræðslu sem getur leitt til áunninna réttinda og annarrar viðurkenndrar hæfni á vinnumarkaði.
Eitt af meginmarkmiðum Starfsafls er að styðja fyrirtæki og starfsfólk þeirra í því að efla hæfni, öryggi og tækifæri á vinnumarkaði – óháð lífaldri, starfsaldri eða ráðningartíma. Það er því mikilvægt að fyrirtæki geri allt starfsfólk, þar með talið sumarstarfsfólk, að virkum þátttakendum í fræðslu sem getur leitt til áunninna réttinda og annarrar viðurkenndrar hæfni á vinnumarkaði.
Haustið nálgast hratt og hvetur Starfsafl fyrirtæki til að nýta þau úrræði sem standa til boða. Markviss fræðsla og efling mannauðs skila sér margfalt til baka í vexti, vellíðan og bættri samkeppnisstöðu.
Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband í síma 5181850 eða með tölvupósti á [email protected] Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, eins og áður segir, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.
Myndin með fréttinni er fengin hér