Ein og hálf milljón til IGS vegna námskeiða
Frá því um síðustu áramót hefur Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum verið með námskeið fyrir starfsfólk IGS sem ber yfirskriftina “Virðing og vinnusiðferði”. Heildarfjöldi námskeiðsstunda er um 150 tímar og náði til 225 félagsmanna sjóðsins (starfsfólk í Eflingu, VSFK og Hlíf). Styrkupphæð er því tæplega ein og hálf milljón króna.
IGS ehf. er alþjóðlegt flugþjónustufyrirtæki. Á vefsíðu fyrirtækisins segir að það sé markmið fyrirtækisins að ráða hæfa einstaklinga og fóstra þá. Þessu er náð með vandlátu vali í ráðningaferli og gegnum þjálfun. Öll þjálfun og þróun er byggð á trúfestu á að nýta og njóta allra hæfileika starfsmanna.
Þá segir ennfremur að þegar kemur að þróun í starfi reyni fyrirtækið að nota skapandi nálgun með því að bregðast við löngun starfsmanns með þjálfun sem til þarf. Styrkur í að ná markmiðum og framtíðar áskorunum liggur í mannauð fyrirtækisins og sífelldri þjálfun og nýsköpun í allri starfsemi þess.
Helsu efnisþættir námskeiðsins og markmið eru að stuðla að virðingu og góðum samskiptum milli starfsmanna fyrirtækisins, þvertá deildir og þjóðerni. Lögð var rik áhersla á þátttöku og leiðbeinandi var Steinunn Stefánsdóttir – BA Sálfræði, MSc Viðskiptasálfræði, MSc Streitufræði
Myndin er fengin að láni af vefsíðu fyrirtækisins