Eigin fræðsla fyrirtækja

Það sem af er þessu ári hefur Starfsafl gert samning við 10 fyrirtæki um eigin fræðslu.  Í því felst að fyrirtæki geta sótt um styrki til að kosta eigin fræðslu sem fram fer innan fyrirtækjanna með eigin leiðbeinendum.  Reglurnar fela í sér að heimilt er að veita styrki samkvæmt tilteknum verklagsreglum og eru þeir ætíð háðir samþykki stjórnar.
gardening
Mörg fyrirtæki halda uppi öflugri fræðslu með aðstoð eigin starfsmanna. Í flestum eða öllum tilvikum er um að ræða sérhæfða fræðslu sem ekki er hægt að kaupa frá sjálfstæðum fræðsluaðilum.  Litið er sérstaklega á þetta atriði við mat á styrkhæfi.  Má þar nefna þjálfun samkvæmt tilteknum þjálfunarferlum almennra starfsmanna t.d. í þjónustu og framleiðslu sérhæfðra vara.  Það er von Starfsafls að styrkirnir geri fyrirtækjum kleift að halda áfram gæðastarfi í fræðslu. Nánari upplýsingar veitir skrifstofa Starfsafls.