Dagar fá styrk vegna íslenskunámskeiða
Í lok nóvember veitti Starfsafl fyrirtækinu Dagar hf styrk vegna tveggja íslenskunámskeiða.
Það er gríðarlega mikilvægt fyrir starfsfólk með annað tungumál en íslensku að hafa tækifæri til að læra íslensku og til fyrirmyndar þegar fyrirtæki bjóða sínu starfsfólki upp á íslenskunám. Þannig er hægt að styðja við aðlögun á íslenskum vinnumarkaði, hafa áhrif á vellíðan í starfi og stuðla að starfsþróun, svo fátt eitt sé talið. Að skilja íslensku rýfur einangrun.
Hvort námskeið fyrir sig var 120 kennslustundir og náði til 56 starfsmanna samkvæmt umsókn. Heildarkostnaður var kr. 660.000,- eða um 12.000,- á hvern starfsmann.
Styrkur Starfsafls, samkvæmt reglum þar um, var 75% af reikningi eða kr.495,000,-.
Kostnaður á hvern starfsmann þegar frádreginn er styrkur Starfafls nemur því rétt aðeins um kr. 3000,-
Það er því ekki kostnaðarsamt að styðja við starfsfólk þegar kemur að fræðslu, ef réttur til styrks hjá Starfsafli er nýttur. En hugarfarið þarf að vera til staðar og viljinn til verka.
Hjá fyrirtækinu Dagar ehf starfa um 800 manns við ræstingar, fasteignaumsjón og veitingaþjónustu.
Gildi fyrirtækisins eru virðing, frumkvæði, ábyrgð og gæði.
Nánari upplýsingar um styrki til fyrirtækja má frá á skrifstofu Starfsafls.
Reglur um styrki til fyrirtækja má lesa hér
Myndin er fengin að láni af vefsíðu fyrirtækisins.