Bus Travel Iceland fær Fræðslustjóra að láni

Í dag 15. ágúst var undirritaður samningur um verkefnið Fræðslustjóra að láni við Bus Travel Iceland.
 
Fjöldi starfsfólks er á fimmta tug og styrkja Starfsafl og SVS verkefnið að fullu.
 
Verkefnið felur í sér að sjóðirnir leggja til “Fræðslustjóra að láni”, fræðslu- og mannauðsráðgjafa, sem greinir fræðsluþörf fyrirtækisins og semur fræðsluáætlun byggða á greiningunni.  Hannes Ingvar Jónsson hjá Vexti Ráðgjöf  mun stýra verkefninu og vera í hlutverki fræðslustjórans en ráðgjafar hjá Vexti ráðgjöf hafa stýrt fjölda fræðslustjóraverkefna fyrir sjóðina og gert það vel.

Fræðsluáætlunin skal vera með útfærslu að leiðum, tímasetningu námskeiða og tillögum að fræðsluaðilum ásamt aðgerðum um þjálfun og menntun til styttri og lengri tíma. Greining og fræðsluáætlunin er ávallt unnin í nánu samstarfi með starfsmönnum og stjórnendum fyrirtækisins.  Allur kostnaður vegna ráðgjafans er greiddur af þeim sjóðum sem að verkefninu koma en framlag fyrirtækisins felst í framlögðum tíma starfsfólks. Áætluð verklok eru í lok september 2017 og skal þá liggja fyrir fræðsluáætlun.

 
BusTravel Ísland er eins og nafnið gefur til kynna í ferðaþjónustu og skipulagningu dagsferða frá Reykjavík til vinsælustu ferðamannastaða á Íslandi. Fyrirtækið var upphaflega stofnað árið 1960 undir nafninu Þingvallaleið og býr því að 50 ára reynslu í þjónustu við ferðamenn.  Markmið fyrirtækisins er að veita  hágæða þjónustu, bjóða áhugaverðar ferðir fyrir ferðamenn og deila einstakari  þekkingu eins og segir á vefsíðu fyrirtækisins.  
 
Nánari upplýsingar um verkefnið Fræðslustjóra að láni má nálgast á vef Starfsafls, www.starfsafl.is  eða í síma 5107550
 
Myndin er fengin að láni hér