Breyttar reglur um rafræna fræðslu

Frá 1. janúar taka gildi nýjar reglur um rafræna fræðslu og ekki verða gerðir nýjir samningar fyrr en þær reglur taka gildi.  Eldri reglur gilda um þá samninga sem þegar hafa verið gerðir. 
 
Frá og með áramótum verða því reglurnar sem hér segir :
 
1. Rafræn fræðsla / netnámskeið eru námskeið sem eru að fullu eða öllu leyti á tölvutæku formi (netbased learning, online learning, e-learning).
 

2. Starfsafl áskilur sér rétt til að skoða og leggja mat á það fræðsluefni sem styrkt er.

3. Fyrirtæki sem hafa hug á að sækja um styrki vegna rafrænnar fræðslu verða að gera samning fyrir fram.  Slíkur samingur tekur  til ákveðins tíma í senn og greinir frá efni námskeiða, tíma og fjölda þátttakenda.

4. Innan fyrirtækis þarf að vera kerfi sem heldur utan um hverjir sækja fræðsluna og þarf listi með nöfnum þátttakenda, kennitölu og stéttafélagsaðild, að berast sjóðnum eftir að námskeiði er lokið og áður en greitt er. 

5. Tímalengd námskeiðs sem styrkt er þarf að vera að lágmarki 30 mínútur *

6. Greiddar eru kr. 350,- fyrir hvern þátttakanda. 

*Hvert námskeið getur verið í nokkrum lotum og er þá styrkt sem eitt námskeið

Þá er verið að skoða það hvernig mögulegt sé að styrkja áskrift fyrirtækja að rafrænni fræðslu sem og rafræna námskeiðshluta.