Breytt regla vegna íslenskunáms

styrkirStjórn Starfsafls hefur gert breytingar á reglum sjóðsins á þann veg að nú geta fyrirtæki sótt um styrk vegna íslenskunáms starfsfólks á sama hátt og vegna annars náms eða námskeiða.  Í þvi felst að nám af þeim toga er styrkt sbr. eftirfarandi reglu: 
 
Starfsafl styrkir að öllu jöfnu fyrirtæki um 75% af kostnaði fyrir sína félagsmenn en þó aldrei meira en 40 þúsund fyrir hverja kennda klukkustund. Ef fyrirtæki er ekki í Samtökum atvinnulífsins þá er styrkurinn 90% af 75%.
 
 
Þá hvetur Starfsafl  fyrirtæki til að leita sérstaklega til fyrirtækja, símenntunarstöðva og eða aðila  sem sérhæfa sig í íslenskukennslu og fá styrk til þess hjá Rannís og geta þá boðið námskeið á lægra verði en annars. Rannís birtir lista yfir styrkþega í ársskýrslu um styrki til íslenskukennslu, sjá nánar hér 
 
Þá ber að geta þess að þessi breyting á reglum sjóðsins er tímabundin og verður tekin til endurskoðunar að ári liðnu.