Besta mögulega ávöxtun á fé

Tekjur Starfsafls eru starfsmenntaiðgjald, hluti af launatengdum gjöldum og samningsbundið gjald atvinnurekenda til sjóðsins, eins og um er samið á hverjum tíma. 

Að því sögðu þarf ekki að sækja um sérstaka aðild að sjóðnum heldur myndast réttur sjálfkrafa um leið og launatengd gjöld eru greidd.

Fram til ársins 2008 naut sjóðurinn framlags úr atvinnuleysistryggingasjóð en frá 2008 hefur hann ekki notið ríkisframlaga heldur verið alfarið fjármagnaður af aðilum vinnumarkaðarins.

Þau fyrirtæki sem greiða hæstu fjárhæðirnar eru öll, að einu undanskyldu, að greiða undir sex milljónum króna á ári sem renna þá bæði til einstaklings- og fyrirtækjastyrkja.  Þessi fyrirtæki má telja á fingrum annarar handar þar sem flest fyrirtæki greiða mun lægri fjárhæðir enda fer greidd fjárhæð eftir fjölda starfsfólks og fyrirtæki hér á landi eru flest lítil eða meðalstór.

Á síðasta ári greiddi hvert fyrirtæki að meðaltali  97.000,- krónur vegna alls starfsfólks, miðgildið var um kr. 20.000 ,- og aðeins um 1% fyrirtækja greiddi eina milljón króna eða meira á því ári.

Hvert fyrirtæki greiddi að meðaltali  undir 100.000,- vegna félagsfólks á árinu

Miðgildi iðgjaldagreiðslna fyrirtækja var 20.000,- krónur á árinu

Aðeins 1% fyrirtækja greiddi 1.000.000,- krónur eða meira

Öll fyrirtæki, óháð stærð og fjölda starfsfólks, eiga rétt á allt a 4 milljónum króna á ári samkvæmt reglum þar um.  Það er því ljóst að ávöxtun á greiddu starfsmenntaiðgjaldi getur verið margföld.  Tökum nokkur dæmi frá síðasta ári:

 

Dæmi 1.

Fyrirtæki í þjónustu

Greitt starfsmenntaiðgjald kr. 1.276,384,-

Styrkfjárhæð ársins kr.2.330.601,-

Ávöxtun 82,5%

 

Dæmi 2.

Lítið hótel

Greitt starfsmenntaiðgjald kr. 543.029,-

Styrkfjárhæð ársins kr. 1.334.406,- 

Ávöxtun 145%

 

Dæmi 3. 

Fyrirtæki í iðnaði

Greitt starfsmenntaiðgjald kr. 1.537.380,-

Styrkfjárhæð ársins kr. 2.406.904,-

Ávöxtun 56.5%

 

Þá má ekki gleyma að starfmenntaiðgjaldið er líka nýtt til greiðslu einstaklingsstyrkja og þær fjárhæðir eru ekki teknar með í framsetningunni hér á undan.

Í þessu felst að fyrirtæki sem fullnýtir rétt sinn og hvetur starfsfólk til að gera slíkt hið sama getur náð góðri ávöxtun, bæði fjárhagslegri og hvað mannauð varðar. Það er því margþættur ávinningur fólginn í því að skapa menningu innan fyrirtækis sem byggir á fræðslu- og þekkingaröflun og hvetur til hvorutveggja.  

 Á síðasta ári greiddi Starfsafl 452 milljónir króna í styrki til fyrirtækja- og einstaklinga. 

Á síðasta ári greiddi Starfsafl 452 milljónir króna í styrki til fyrirtækja- og einstaklinga. 

Um Starfsafl:

Starfsafl fræðslusjóður er starfsmenntasjóður Samtaka atvinnulífsins og Eflingar, VSFK og Verkalýðsfélagsins Hlífar. Sjóðurinn varð til á grundvelli kjarasamninga árið 2000 og hlutverk hans er að styrkja félagsmenn og fyrirtækin sem þeir starfa hjá, í starfsmenntun.

Styrkir til einstaklinga eru afgreiddir af stéttafélögunum en Starfsafl afgreiðir styrki til fyrirtækja. Tekjur Starfsafls eru starfsmenntaiðgjald sem er samningsbundið gjald atvinnurekenda til sjóðsins, eins og um er samið á hverjum tíma.