Starfsafl fræðslusjóður hefur styrkt fjölmörg fyrirtæki sem vilja efla íslenskukunnáttu starfsfólks með því að bjóða þeim aðgang að smáforritinu Bara tala, sem hefur notið mikilla vinsælda meðal starfsfólks af erlendum uppruna á íslenskum vinnumarkaði. Á síðasta ári voru styrkir Starfsafls vegna þessa á þriðja tug milljóna
Forritið býður upp á markvissa og starfsmiðaða íslenskukennslu sem byggir á raunhæfum aðstæðum úr daglegu lífi og starfi. Með því að leggja áherslu á aukinn orðaforða, hlustunarfærni og virka talþjálfun, styður forritið við markmið um aukna þátttöku og aðlögun aðfluttra einstaklinga í íslensku samfélagi og atvinnulífi.
Fyrir fyrirtæki sem ekki eiga þess kost á að bjóða sínu starfsfólki upp á aðgang að Bara tala, þá er vert að benda á að Efling býður sínu félagsfólki upp á aðgang að forritinu, því að kostnaðarlausu. Athugið þó að fjöldi leyfa (aðganga) er takmarkaður.
Starfsafl styrkir þetta framtak Eflingar og nam sá styrkur alls 2,2 milljónum króna eða 90% af kostnaði fyrir félagsfólk Eflingar á almennum vinnumarkaði, sjá frétt hér
Umsókn um aðgang fer fram í gegnum vefsíðu Eflingar og skulu félagsmenn uppfylla eftirfarandi skilyrði til þess að fá leyfi úthlutað og halda aðgangi sínum að Bara Tala smáforritinu:
- Félagsmaður þarf að vera greiðandi félagsmaður til Eflingar stéttarfélags.
- Félagsmaður má ekki þegar hafa aðgang að Bara Tala í gegnum sinn laungreiðanda.
- Félagsmaður sem hefur fengið leyfi úthlutað þarf að vera með virka notkun á smáforritinu. Ef engin notkun er í 2 vikur þá áskilur Efling sér rétt til þess að afturkalla leyfið.
Á myndinni hér fyrir neðan má sjá hvar frekari upplýsingar er að finna á vefsíðu Eflingar. Myndina er hægt að stækka með því að setja bendilinn yfir myndina og smella.
Starfsafl hvetur fyrirtæki til að kynna sér þessa leið sem og hvetja starfsfólk sitt til að nýta sér þetta tækifæri til íslenskunáms. Þeim fyrirtækjum sem hafa áhuga á að kaupa aðgang fyrir sitt starfsfólk er bent á að hafa samband við skrifstofu Bara tala og hægt er að kynna sér nánar reglur Starfsafls hér á vefsíðunni. Hafa ber í huga að styrkhlutfall var lækkað úr 90% í 50% um áramót.
Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband í síma 6930097 eða með tölvupósti á [email protected] Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, eins og áður segir, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.
Starfsafl áskilur sér rétt til að gera athugasemdir eða takmarka styrkveitingu ef verðlagning náms getur ekki talist í samræmi við viðmið markaðarins, ef ætla má að skilgreindur undirbúningstími sé umfram það sem eðlilegt getur talist, ef vísbendingar eru um að verðlagning taki til ráðgjafar eða ber þróunarkostnað umfram það sem eðlilegt má teljast. Að gefnu tilefni áskilur Starfsafl sér rétt til að hafna umsóknum.
