Áttin, vefgátt sjóða, á mannauðsdeginum

Birtingarmynd mannauðsdagsins er ráðstefna, sem haldinn er ár hvert, að árinu 2020 undanskildu.  Hann var haldinn fyrst  árið 2011, hefur vaxið og dafnað með hverju ári og er nú einn stærsti viðburður stjórnunar og mannauðsmála hér á landi. Yfirskrift ráðstefnunnar í ár var Framsækin mannauðsstjórnun – lykilinn að breyttri framtíð og fór hún fram í Hörpu í liðinni viku.  Ráðstefnan var í alla staði glæsileg og ljóst að fólk kunni að meta það að koma á ráðstefnu í raunheimum og hitta þá sem starfa við mannauðsmál.

Framsækin mannauðsstjórnun – lykilinn að breyttri framtíð

Mannauður er fagfélag sem byggir á öflugu tengslaneti þar sem félagsfólk getur sótt sér og veitt öðrum stuðning sem og faglega hvatningu. Félagið telur 400 félagsmenn en ráðstefnuna sóttu alls 600, svo óhætt er að segja að dagskráin sem í boði var hafi höfðað til töluvert fleiri en teljast til félagsmanna. Þá var allt skipulag og öll umgjörð dagsins til mikillar fyrirmyndar.  

Þeir sjóðir sem standa að Áttinni*, vefgátt sjóða, voru venju samkvæmt á staðnum og kynntu vefgáttina  en það er ómetanlegt að hitta þá sem bera ábyrgð á mannauðs- og fræðslumálum og taka samtalið. Margir stöldruðu við og og þeir sem ekki þekktu til kynntu sér  mögulegar styrkleiðir.  Lísbet Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Starfsafls, stóð vaktina í kynningarbás Áttarinnar fyrir hönd Starfsafls. Á myndinni, sem fengin er að láni af vefsíðu félags mannauðsfólks, eru auk hennar Sandra Ósk Jóhannsdóttir og Sólveig Snæbjörnsdóttir fyrir hönd Starfsmenntasjóðs verslunar- og skrifstofufólks.

Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband í síma 6930097 eða með tölvupósti á [email protected] Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.

*Áttin er vefgátt fyrir fræðslustyrki og samstarfsverkefni starfsmenntunarsjóða IÐUNNAR, Starfsafls, Landsmenntar, Rafmenntar, Starfsmenntasjóðs verslunar- og skrifstofufólks og Sambands stjórnendafélaga, sjá hér