Áttin kynnt á Dokkufundi

Í morgun var kynning á vegum SVS, starfsmenntasjóðs verslunar- og skrifstofufólk, fyrir Dokkuna á sameiginlegri vefgátt starfsmenntasjóða, Áttinni.  Fundirinn var haldinn að beiðni Dokkunnar og var vel mætt og ljóst að mikill áhugi var á efni fundarins.   Selma Kristjánsdóttir frá SVS sá um kynninguna og fór hún vel yfir tilurð og tilgang áttarinnar. 
 
Áttin, sameiginleg vefgátt starfsmenntasjóða, hefur nú verið starfrækt á um annað ár en meginhlutverk hennar er að taka við umsóknum og fylgigögnum til eins, fleiri eða allra sjóðanna sem þar standa á bak við,  allt eftir stéttarfélagsaðild starfsmanna. Vefgáttinni er ætlað að einfalda umsóknarferli fyrirtækja og auðvelda allt ferlið, frá umsókn til afgreiðslu.  
 
Nú nýverið tók SVS að sér að halda utan um vefgáttina fyrir sjóðina og því var vel við hæfi að SVS tæki að sér kynninguna. Á vefgáttinni eru frekari upplýsingar um hvernig er sótt um, hvers konar styrkir eru í boði, reglur og listi yfir fræðsluaðila.  
 
Dokkan er  öflugt þekkingar- og tengslanet fyrir stjórnendur og lykilfólk í atvinnulífinu.  Reglulega er haldinir fundir á vegum Dokkurnar sem eru vettvangur stjórnenda og lykilstarfsmanna, sem vilja miðla sín á milli þekkingu, lausnum, hugmyndum og reynslu á fjölmörgum sviðum stjórnunar og rekstrar og hvunndagslífs á vinnustöðum.