Vorfundur Starfsafls 11 maí nk
Við erum á fullu að skipuleggja vorfund Starfsafls sem haldinn verður í fimmta sinn fimmtudaginn 11. maí nk. frá kl. 13:30 til 16:00 á Vox Club Hilton Reykjavík Nordica. Við hvetjum þig til að taka tímann frá og gera þér glaðan dag með okkur, en vorfundurinn hefur alltaf verið vel sóttur og mikil ánægja gesta.
Á dagskrá verða stutt en fróðleg erindi um fræðslu og fræðslustjórnun og að því loknu tökum við okkur góðan tíma fyrir góðar veitingar og tengslamyndun. Gefum okkur tíma til að hitta aðra sem starfa að mannauðs- og fræðslumálum, spjalla, skiptast á skoðunum og tengjast. Það eru allir velkomnir en skráning er nauðsynleg þegar nær dregur.
Ef þú vilt tryggja þér pláss þá er er velkomið að senda póst á [email protected]
Um Starfsafl:
Starfsafl fræðslusjóður er í eigu Samtaka atvinnulífsins og Eflingar, VSFK og Verkalýðsfélagsins Hlífar. Sjóðurinn varð til á grundvelli kjarasamninga árið 2000 og hlutverk hans er að styrkja félagsmenn og fyrirtækin sem þeir starfa hjá, í starfsmenntun.
Stykir til einstaklinga eru afgreiddir af stéttafélögunum en Starfsafl afgreiðir styrki til fyrirtækja. Tekjur Starfsafls eru starfsmenntaiðgjald sem er samningsbundið gjald atvinnurekenda til sjóðsins, eins og um er samið á hverjum tíma.