Árið fer rólega af stað hjá Starfsafli
Hann var frekar rólegur þessi fyrsti mánuður ársins hjá Starfsafli. Alls bárust sjóðunum 16 umsóknir frá 12 fyrirtækjum.
Heildarfjárhæð greiddra styrkja var 1,8 milljón króna til viðbótar við rúmlega 700 þúsund sem greitt var vegna umsókna sem voru óafgreiddar um áramót. Ein umsókn er óafgreidd þar sem umsóknin er vegna nýsköpunr eða þróunar og slíkar umsóknir fara ávallt fyrir stjórn Starfsafls.
Fjöldi umsókna var helmingi færri en á sama tíma í fyrra og að sama skapi var greidd fjárhæð styrkja 2 milljónum króna lægri. Það vekur okkur til umhugsunar og vonandi er það ekki merki um að fyrirtæki séu að draga úr fræðslu heldur frekar að sótt sé jafnt og þétt í sjóðin og þetta jafni sig á ársgrundvelli.
Að því sögðu eru árin 2018 og 2019 mjög sambærileg hvað það varðar, að undanskildu því að töluvert hefur dregið úr styrkjum vegna verkefnisins Fræðslustjóri að láni. Við sjáum hvað setur með það ár sem nú er rétt nýhafið og hvetjum fyrirtæki til að nýta sjóðinn. Starfsafl er öflugur bakhjarl.
Þau námskeið sem veittir voru styrkir vegna nú í janúar vour samanber eftirfarandi:
Eigin fræðsla
Eldvarnarnámskeið
Rafræn fræðsla
Íslenska
PRM námskeið
Sérsniðið tækninámskeið
Stjórnendaþjálfun
Öryggisnámskeið
Greiddar fjárhæðir vegna einstaklingsstyrkja í desember voru sem hér segir:
Efling kr. 16.750.920,-
VSFK kr. 7.706.652,-
Hlíf kr. 929.975,-
Samtals greiddir einstaklingsstyrkir voru kr. 25.387.547,-
Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband við skrifstofu Starfsafls. Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.