“Annar í kaffi” föstudaginn 16. mars

Við sem störfum hér hjá Starfsafli getum seint undirstrikað mikilvægi þess að eiga gott samtal við forsvarsmenn fyrirtækjanna sem félagsmenn okkar starfa hjá, til að sjá hvað betur mætti fara í starfsmenntamálum þess hóps.

Sem lið í því bjóðum við þeim sem hafa með mannauðs- og fræðslumál að gera, til okkar í morgunkaffi. Þannig getum við hlustað, tekið samtalið, lært og leitað leiða til að mæta þörfum fyrirtækjanna og starfsmanna þeirra. Þá er ekki síður ávinningur fyrir okkar gesti að koma hingað á skrifstofu Starfsafls, kynnast sjóðnum betur, heyra hvað aðrir eru að gera í sínum mannauðs- og fræðslumálum og vonandi mynda gagnlegar tengingar.

Um er að ræða fámenna morgunfundi, hámark 6 gesti, enga dagskrá en skemmtilegar umræður ef vel tekst til. Við hvetjum sérstaklega þá sem aldrei hafa komið til að kíkja á okkur.

Næsti kaffimorgun er áætlaður föstudaginn 16. mars nk. kl. 9:30 og skráning er á netfangið lisbet@starfsafl.is  Athugið, að vegna takmörkunar á þátttöku er skráning nauðsynleg. 

Vertu velkomin/n