Algjört hrun í umsóknum frá fyrirtækjum

Fjöldi umsókna frá fyrirtækjum í ágúst voru sögulega fáar og segja má að það sé í raun algjört hrun í umsóknum frá fyrirtækjum.  

Í mánuðinum hafa borist fjórar umsóknir frá 3 fyrirtækjum. Það er hinsvegar ánægjulegt að ekkert þessara fyrirtækja hefur áður sótt til sjóðsins og við fögnum því alltaf þegar ný fyrirtæki átta sig á þeim bakhjarli sem sjóðurinn er þegar kemur að fjármögnun fræðslu starfsfólks. 

Samanlögð fjárhæð greiddra styrkja var kr. 536.249,- og var vegna náms eða námskeiða fjögurra starfsmanna. Þetta er mun lægri fjárhæð en alla jafna hefur verið greidd út vegna umsókna í ágústmánuði og endurspeglar það ástand sem er á vinnumarkaði, ástand sem einkennist af uppsögnum og almennri óvissu. Við hvetjum hinsvegar þau fyrirtæki sem eru með  starfsemi og starfsfólk á launaskrá að skoða hvort ekki séu einhver tækifæri til þess að fjárfesta í því fólki og nýta sér 90% endurgreiðsluna.  Starfsafl veitir ráðgjöf hvað það varðar ef þess er óskað, sjá hér

Styrkir til einstaklinga

Þrátt fyrir hrun í umsóknum frá fyrirtækjum þá er ekki hægt að segja það sama um umsóknir frá einstaklingum og var nóg að gera við afgreiðslu þeirra:

Efling kr. 14.130,487,-
VSFK kr. 5,321.689,-
Hlíf kr. 2.400.814,-

Samtals greiddir einstaklingsstyrkir voru kr. 21.852.990,-

Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband í síma 6930097 eða með tölvupósti á [email protected]

Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.

Myndin með fréttinni er fengin hér