Ágústmánuður fer vel af stað

Verslunarmannahelgin er liðin og vinnustaðir lifna við eftir sumardvala. Hér hjá Starfsafli er síminn loksins farinn að hringja eftir mánaðarþögn,  það hringlar í umsóknargáttinni eins og gömlum spilakassa og bersýnilegt að fyrirtækin eru mörg hver farin að skipuleggja starfið fram að áramótum. Jibbý.

Það er því óhætt að segja að ágústmánuður fari vel af stað hér hjá Starfsafli og er þessi fyrsta vika mánaðarins nánast á pari við allan júlímánuð. Því til viðbótar bárust tvær umsóknir um verkefnið Fræðslustjóra að láni en nú þegar er fjöldi umsókna um það verkefni orðinn meiri en allt árið í fyrra. Það lítur því út fyrir að öll met verði slegin þetta árið og spennandi að sjá hvernig haustið verður.

Við fögnum sérstaklega öllum nýjum fyrirtækjum sem nýta sér rétt sinn og sækja í sjóðinn og hvetjum þá sem “vita ekki alveg hvernig á að snúa sér” til að hafa samband við skrifstofu Starfsafls, símleiðis eða senda okkur póst á [email protected]