Vinnumarkaðurinn hefur tekið örum breytingum undanfarin ár og nýjar atvinnugreinar og störf hafa orðið til á sama tíma og önnur störf hafa breyst.
Starfmenntasjóðirnir hafa styrkt starfsfólk og fyrirtæki undanfarin 25 ár sem leitt hefur til aukinnar hæfni á íslenskum vinnumarkaði. Í tilefni af afmæli starfsmenntasjóðanna og 10 ára afmæli Áttarinnar, sameiginlegrar vefgáttar sjóðanna, verður blásið til veglegrar ráðstefnu þann 18 september nk. Ráðstefnan fer fram á Grand Hótel Reykjavík og að henni standa þeir starfsmenntasjóðir sem sameinast um rekstur Áttarinnar.
Afmælisfundur sjóða
Háteig, Grand hótel, fimmtudaginn
18.september 2025 kl. 13:30 – 16:00
Dagskrá
Opnun: Þór Pálsson
Stofnun sjóða: Aðalsteinn Árni Baldursson
Aukin hæfni á íslenskum vinnumarkaði – mikilvægi starfsmenntunnar: Maj-Britt Hjördís Briem
Frá brýnni þörf að farsælu ferli: Selma Kristjánsdóttir
Starfsþróun – Ferðalag í tíma: Lísbet Einarsdóttir
Innslög frá; Jóhönnu L. Friðriksdóttur, Mannauðsstjóra Ölgerðarinnar, Pálma H. Ingófssyni, Verkefnastjóra fræðslu- og heilbrigðis hjá Brim, Helgu F. Sæmundsdóttur, Framkvæmdastjóra mannauðssviðs Hornsteins og Dagbjörtu Helgadóttur, Sviðssjóra mannauðs AÞ-Þrifa.
Panelumræður í umsjón Skapta Ólafssonar með Jónínu Magnúsdóttur, Framkvæmdastjóra mannauðsviðs Blue Car rental, Vali Hólm, Fræðslustjóra Elko, Fanney Þórisdóttur, Fræðslustjóra Bláa Lónsins og Svövu Þorsteinsdóttur, Fræðslustjóra Heimilistækja.
Ráðstefnustjóri er Þór Pálsson
Veitingar og tengslamyndun
Allir áhugasamir velkomnir en skráning er nauðsynleg, sjá hér