Afgreiddar umsóknir í apríl

31 umsókn umsókn barst sjóðnum í þessum fjórða mánuði ársins. Ekki allar hlutu afgreiðslu en alls voru veittir styrkir til  19 fyrirtækja.  Fyrirtækin eru af ýmsum toga, úr iðnaði, matvælaframleiðslu, verslun og ferðaþjónustu, svo dæmis séu tekin. 

Heildarfjárhæð greiddra styrkja var um 5,8 milljónir króna og það er á pari við þá upphæð sem greidd var á sama tíma fyrir ári síðan. Á bak við þessa upphæð eru tæplega 1200 félagsmenn og 700 stundir.

Ein umsókn var afgreidd vegna Fræðslustjóra að láni, sjá nánar hér. Það verkefni nær aðeins til hluta starfsmanna og er til fyrirtækis sem hefur fengið Fræðslustjóra að láni áður. Um undantekningu er að ræða á grundvelli góðs rökstuðnings en alla jafna getur fyrirtæki ekki fengið Fræðslustjóra að láni oftar en einu sinni.

Þá bárustu 11 umsóknir vegna endurmenntunar atvinnubílstjóra, ein vegna eigin fræðslu og þrjár vegna íslenskunámskeiða. Önnur námskeið voru meðal annars frumnámskeið, leiðtogaþjálfun, stjórnendaþjálfun, vinnuvéla og öryggisnámskeið.

Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband við skrifstofu Starfsafls.