Actavis fær fræðslustjóra að láni
Fulltrúar Starfsafls og Starfsmenntasjóðs verslunar- og skrifstofufólks (SVS) skrifuðu nýlega undir samning við Actavis ehf um að lána fyrirtækinu fræðslustjóra. Árný Elíasdóttir frá Attentus – mannauði og ráðgjöf ehf verður fræðslustjóri að láni. Fræðslustjóranum er ætlað að aðstoða fyrirtækið við að kortleggja hæfni og þjálfunarþörf starfsmanna fyrirtæksins á tímum mikilla breytinga hjá fyrirtækinu.
Móðurfélag Actavis ehf tilkynnti fyrr á árinu að ákveðið hefði verið að leggja niður verksmiðju Actavis ehf í Hafnarfirði en þar vinna um 300 manns, þar af um 160 félagsmenn Starfsafls. Actavis ehf óskaði eftir aðstoð fræðslustjóra sjóðanna til kortleggja hæfni starfsmanna svo að þeim gengi betur að fá ný störf á svipuðum vettvangi – eða einhverjum öðrum.
Þetta er í fyrsta sinn sem svona aðstæður blasa við fræðslustjóra að láni og til fyrirmyndar að fyrirtækið skuli beina sjónum að aðstoð við starfsmenn á þennan hátt á þessum óvissutímum í störfum starfsmanna. Kortlagning og þarfagreining fræðslustjóra að láni verður fylgt eftir með aðstoð náms- og starfsráðgjafa fyrir a.m.k. hluta hópsins og það verður á kostnað fyrirtækisins.
Frá undirritun samninga, f.v. Hildur Arnars Ólafsdóttir (Actavis), Árný Elíasdóttir (Attentus), Selma Kristjánsdóttir (SVS), Sveinn Aðalsteinsson (Starfsafl) og Erna Agnarsdóttir (Actavis).