Við ætlum að taka okkur langt og gott frí yfir hátíðarnar og mæta galvösk til leiks á nýju ári.
Skrifstofa Starfsafls verður því lokuð frá þriðjudeginum 23. desember til mánudagsins 5. janúar 2025
Vefgátt sjóða er alltaf opin, www.attin.is, og þar er hægt að leggja inn umsóknir sem afgreiddar verða þá strax á nýju ári með öðrum þeim umsóknum sem bárust eftir 10. desember, sjá hér
Öðrum erindum sem sjóðnum berast verður svarað strax á nýju ári.
Við óskum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári, með þökk fyrir samskiptin á árinu sem er að líða.
Myndin er fengin hér