Frá og með 1. janúar 2026 taka gildi uppfærðar reglur um einstaklingsstyrki samanber eftirfarandi:
Hámarksgreiðsla fyrir almennt nám og lífsleikninámskeið hækkar úr 130.000 kr. í 180.000 kr.
Félagsmenn sem ekki hafa nýtt rétt sinn í tvö ár geta fengið allt að 360.000 kr. í styrk.
Félagsmenn sem ekki hafa nýtt rétt sinn í þrjú ár geta fengið allt að 540.000 kr. í styrk.
Þessi uppsafnaði réttur gildir fyrir eitt samfellt nám eða námskeið, í samræmi við nánari reglur sjóðsins.
Miðað er við félagsgjald af lágmarkslaunum í 100% starfi en þó aldrei meira en 90% af reikningi.
Gildistaka
Hækkunin á styrkjum tekur einungis til reikninga sem gefnir eru út eftir 1. janúar 2026.
Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband í síma 6930097 eða með tölvupósti á [email protected] Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, eins og áður segir, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.
Starfsafl áskilur sér rétt til að gera athugasemdir eða takmarka styrkveitingu ef verðlagning náms getur ekki talist í samræmi við viðmið markaðarins, ef ætla má að skilgreindur undirbúningstími sé umfram það sem eðlilegt getur talist, ef vísbendingar eru um að verðlagning taki til ráðgjafar eða ber þróunarkostnað umfram það sem eðlilegt má teljast. Að gefnu tilefni áskilur Starfsafl sér rétt til að hafna umsóknum.