Starfsafl leggur ríka áherslu á að eiga gott og virkt samtal við atvinnulífið. Þekking á þörfum vinnumarkaðarins og þeirra sem þar starfa, er forsenda þess að fræðslusjóðir geti brugðist rétt við og veitt raunverulegan stuðning. Það skiptir því máli að við sem þar störfum heimsækjum fyrirtæki og fáum innsýn í dagleg störf. Hvað er verið að gera í fræðslu- og starfsþróunarmálum, hvar eru helstu hindranir og áskoranir ? Hvað getum við sem stýrum sjóðunum gert betur ?
Það skiptir því máli að við sem þar störfum heimsækjum fyrirtæki og fáum innsýn í dagleg störf.
Nýlega fórum við í fyrstu heimsóknina þennan veturinn, þegar við heimsóttum við Aþ-þrif, eitt stærsta ræstingarfyrirtæki landsins. Þar er faglegur vöxtur ekki aukaverkefni heldur leiðarljós sem mótar allt starf fyrirtækisins. Þessi áhersla skapar samheldið og faglegt vinnuumhverfi sem er til fyrirmyndar.
Við fengum einnig að skoða vel búna fræðslu- og þjálfunaraðstöðu fyrirtækisins. Það var góð áminning um að sérþekking á sviði ræstinga byggist bæði á fræðilegri þekkingu og verklegri færni – og að gæði í mannauðsmálum verða ekki til af sjálfu sér, heldur með markvissri stefnu og skýrum vilja. Við þökkum kærlega fyrir hlýjar mótttökur.
Við hvetjum fyrirtæki sem hafa áhuga á heimsókn frá okkur í vetur til að hafa samband. Við þiggjum með þökkum heimboð – það er í slíku samtali sem við lærum mest og getum þannig mætt enn betur þörfum atvinnulífins.
Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband í síma 6930097 eða með tölvupósti á [email protected]