Mannauðsdagurinn 2026 verður haldinn þann 3. október nk.
Á Mannauðsdeginum í ár verður fjallað um mörg af mikilvægustu verkefnum mannauðsfólks og stjórnenda fyrirtækja.
Stjórnun snýst sífellt meira um að leiða fólk í gegnum breytingar og hlúa að menningu nýsköpunar, samkenndar og fjölbreytileika. Þetta krefst færni í tilfinningagreind, aðlögunarhæfni og menningarvitund. Í breyttum veruleika gegna mannauðsstjórar lykilhlutverki í að móta leiðtoga framtíðarinnar.
Mannauðsdagurinn er orðinn einn stærsti viðburður stjórnunar og mannauðsmála hér á landi og hann sækja vel fyrir 1.200 ráðstefnugestir. Samhliða ráðstefnunni munu um 100 fyrirtæki sýna vörur sínar og þjónustu á glæsilegri sýningu.
Þeir starfsmenntasjóðir sem sameinast um rekstur Áttarinnar verða sem fyrr á staðnum og bjóðum öll hjartanlega velkomin til okkar.
Myndina tók Silla Páls.