Styrkir til einstaklinga eru veigamikill þáttur í starfsemi Starfsafls en afgreiðsla umsókna fer fram hjá hlutaðeigandi stéttafélögum en reglur eru settar af stjórn Starfsafls og úrskurður álitamála fer fram á skrifstofu Starfsafls og ef þurfa þykir, er skotið til stjórnar Starfsafls
Tæplega 35.000 félagsmenn eiga rétt hjá sjóðnum og þar af eru flestir í Eflingu. Hópur félagsmanna er bæði fjölmennur og fjölbreyttur og speglar svo sannarlega litróf samfélagsins en félagsmenn koma frá hátt í 100 þjóðlöndum.
Fjöldi styrkja og fjárhæðir
5213 styrkir voru afgreiddir til einstaklinga árið 2024 og heildarfjárhæð greiddra styrkja var kr.356.609.884,- en það er aukning í fjölda umsókna en lækkun á heildarfjárhæð frá árinu áður um 3.7%. Ekki er vitað hvað veldur lækkuninni en mögulega eru hertar reglur og breytt verklag við afgreiðslu umsókna skýring að hluta til. Þá getur möguleg skýring verið sú að fyrirtæki hafa sótt af auknum krafti í sjóðinn og þá greitt fyrir starfsfólk þá fræðslu sem það hefði annars nýtt sinn einstaklingsstyrk í.
5213 styrkir voru afgreiddir til einstaklinga árið 2024 og heildarfjárhæð greiddra styrkja var kr.356.609.884,-
Flestir þeir sem nýta sjóðinn eru á aldrinum 20-39 ára. Minnst nýting er hjá þeim sem eru undir tvítugu og eldri en 60 ára. Þessi aldurshópur er iðulega í miklum mótun á vinnumarkaði, að festa sig í sessi í starfi eða afla sér frekari menntunar og hæfni. Unga fólkið nýtir jafnframt sjóðinn í ríkum mæli til að standa straum af kostnaði við nám eða til að bæta við sig sérhæfingu á fyrstu árum starfsævinnar.
Flestir þeir sem nýta sjóðinn eru á aldrinum 20-39 ára.
Hins vegar má sjá að nýting minnkar jafnt og þétt eftir fertugt og er minnsti hlutfallslega hjá þeim sem eru eldri en sextíu ára. Þessi þróun gefur tilefni til ígrundunar: Hvers vegna nýtir fólk á miðjum aldri og eldra ekki fræðslusjóðinn í sama mæli, þrátt fyrir að það standi frammi fyrir hröðum og stöðugum breytingum á vinnumarkaði? Þekking úreldist hraðar en áður og þau störf sem áður þóttu stöðug og örugg eru nú mörg hver að breytast eða hverfa. Sá sem heldur ekki áfram að efla hæfni sína og laga sig að breyttum aðstæðum, hættir á að sitja eftir og eða detta út af vinnumarkaðnum.
Íslenskunám var það nám sem mest var sótt á árinu og það skýrist af þeim fjölda félagsmanna sem eru af erlendu þjóðerni.
Íslenskunám var það nám sem mest var sótt á árinu og það skýrist af þeim fjölda félagsmanna sem eru af erlendu þjóðerni. Þá eru reglur vegna íslenskunáms rýmri en aðrar reglur þar sem veitt er sérstök undanþága til nýrra félagsmanna af erlendum uppruna, sem kjósa að læra íslensku, en hægt er að fá fullan styrk, 130.000,- á fyrsta mánuði sem félagsmaður. Það að skylja og geta talað íslensku er mikilvægur þáttur þess að aðlagst samfélaginu, vinnumarkaði og þá vinnustað, að skilja menningarleg blæbrigði, félagsleg viðmið, siði og venjur og þannig geta verið virkur þátttakandi. Það er ómetanlegt.
Árskýrslu Starfsafls fyrir árið 2024 má nálgast á vefsíðu sjóðsins, undir gagnasafn.
Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband í síma 5181850 eða með tölvupósti á [email protected] Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, eins og áður segir, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.
Myndin með fréttinni er fengin hér