Sjálfbærni á mannamáli

Sjálfbærni er orðin óaðskiljanlegur hluti af starfsemi nútímafyrirtækja og felur í sér bæði ábyrgð gagnvart samfélagi og umhverfi, sem og tækifæri til nýsköpunar og aukinnar samkeppnishæfni. Til þess að fyrirtæki geti raunverulega innleitt sjálfbærni í daglegan rekstur skiptir miklu máli að stjórnendur og annað starfsfólk hafi skýran skilning á markmiðum, gildum og aðgerðum sem henni tengjast.

Til þess að fyrirtæki geti raunverulega innleitt sjálfbærni í daglegan rekstur skiptir miklu máli að stjórnendur og annað starfsfólk hafi skýran skilning á markmiðum, gildum og aðgerðum sem henni tengjast.

Með markvissri fræðslu fæst ekki einungis þekkingu á hugmyndafræðinni, heldur einnig hagnýt verkfæri til að taka þátt í breytingum, stuðla að jákvæðri þróun og sýna ábyrgð í eigin störfum. Slík fræðsla eykur vitund, hvetur til þátttöku og gerir fyrirtækjum kleift að skapa menningu þar sem sjálfbærni er hluti af daglegum ákvörðunum og framtíðarsýn.

Það var því einróma sem stjórn Starfsafls samþykkti að veita Laufið ehf umbeðinn styrk vegna námsefniðsgerðar, en innan Laufsins er að finna Laufaskólinn – Fræðslusetur Laufsins, sem hannað er til að styðja við fyrirtæki í vegferð sinni að sjálfbærni.  

Sótt var um styrk til þess að þróa og hanna aðgengilegt og hagnýtt fræðsluefni sem styður íslenska stjórnendur við að hefja vegferð sína í átt að sjálfbærum rekstri.

Í umsókn sagði efirfarandi:

Markmið okkar er að þróa aðgengilegt og hagnýtt fræðsluefni sem styður íslenska stjórnendur, einkum hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum, við að hefja vegferð sína í átt að sjálfbærum rekstri. Rannsóknir okkar sýna að um 80% íslenskra fyrirtækja vilja taka þetta mikilvæga skref, en mörg þeirra vita ekki hvernig eða hvar þau eiga að byrja.

Þetta fræðsluefni verður hannað með það fyrir augum að veita stjórnendum skýra yfirsýn yfir ávinning sjálfbærrar stefnumörkunar fyrir reksturinn sjálfan, umhverfið og samfélagið í heild. Með því að leiða fyrirtæki í gegnum hagnýt atriði og verkfæri, er fræðslan ætluð til að hvetja til aðgerða og breytinga. Markmiðið er að veita þeim þá þekkingu og sjálfstraust sem þarf til að stíga fyrstu skrefin að sjálfbærum rekstri.

Við viljum skapa hreyfiafl sem hefur jákvæð margföldunaráhrif á íslenskt atvinnulíf. Með því að virkja stjórnendur þvert á atvinnugreinar vonumst við til að auka þekkingu, deila reynslu og leggja grunn að ábyrgu og sjálfbæru samfélagi þar sem umhverfisáhrifum og samfélagsábyrgð er mætt á hagnýtan hátt“

Fræðslan verður bæði aðgengileg rafrænt á netinu og í formi staðarnámskeiða sem eru sniðin að þörfum hvers svæðis.   Laufið mun vinna með símenntunarstöðvum um allt land til að tryggja dreifingu fræðsluefnisins sem er ókeypis fyrir alla sem vilja nýta sér hana í sinni heimabyggð.  

Laufið mun vinna með símenntunarstöðvum um allt land til að tryggja dreifingu fræðsluefnisins sem er ókeypis fyrir alla sem vilja nýta sér það í sinni heimabyggð.  

Árlega berst sjóðnum umsóknir  vegna námsefniðsgerðar, nýsköpunar- og þróunarstyrkja og  eru þær ávallt bornar undir stjórn Starfsafls.

Í reglum um styrki til fyrirtækja má nálgast eyðublað vegna umsókna um styrk vegna námsefnisgerðar, nýsköpunar og þróunarverkefna. Athugið að aðeins eru styrkt verkefni sem taka til félagsmanna.

Frekari upplýsingar má fá á skrifstofu Starfsafls.

Myndin er fengin hér