Starfsafl hefur sett í loftið nýja og endurbættta vefsíðu þar sem lögð er áhersla á bætt aðgengi að upplýsingum fyrir fjölbreyttan hóp umsækjenda, fyrirtæki og einstaklinga sem og annarra hagaðila.
Ein helsta viðbótin er sú að nú er að finna á vefnum þýðingarhnappa á ensku og pólsku sem er mikilvæg viðbót við vefsíðuna sem hluti að þjónustu við þá sem sækja vefinn heim.
Til viðbótar við síður sem taka til reglna um einstaklings- og fyrirtækjastyrki hefur verið bætt við sérstakri upplýsingasíðu fyrir fræðsluaðila þar sem finna má hagnýtar leiðbeiningar og vonandi upplýsingar.
Eins og áður verða áfram birtar reglulega fréttir á vefnum, meðal annars um veitta styrki til fyrirtækja sem hluta af markmiði um að kynna þær leiðir sem eru í boði og þá styrkhæfar.
Starfsafl leggur ríka áherslu á mikilvægi þess að byggja upp mannauð og skapa tækifæri til símenntunar og starfsþróunar fyrir alla. Fjárfesting í fræðslu og þjálfun er fjárfesting í framtíðinni fyrir einstaklinga, fyrirtæki og atvinnulífið í heild sinni.
Fjárfesting í fræðslu og þjálfun er fjárfesting í framtíðinni fyrir einstaklinga, fyrirtæki og atvinnulífið í heild sinni.
Selma Hrönn Maríudóttir hjá Tónaflóði sá um vinnu við hönnun og uppfærslu vefsins. Þar nýtist þverfagleg þekking á veflausnum, netöryggi og lögfræði og öll vinna hefur verið unnin með áherslu á að uppfylla kröfur um persónuvernd. Við kunnum Selmu innilega þakkir fyrir einstaklega gott samstarf undanfarin ár og sérstaklega fyrir faglega og vel heppnaða uppfærslu á vefnum.
Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband í síma 5181850 eða með tölvupósti á [email protected] Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, eins og áður segir, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.
Myndin með fréttinni er fengin hér