Sólar ehf fá Fræðslustjóra að láni

Í byrjun mánaðarins var undirritaður samningur um verkefnið Fræðslustjóri að láni við fyrirtækið Sólar ehf.   Auk Starfsafls koma Landsmennt og Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks að verkefninu og greiðir hver sjóður fyrir sig hlutfallslega fyrir félagsmenn sinna stéttafélaga.  Starfsafl er sá sjóður sem á flesta félagsmenn, 434 af 606 starfsmönnum, og leiðir því vinnuna.

Á vefsíðu fyrirtækisins segir að Sólar ehf sé ræstingafyrirtæki sem hafi um árabil sérhæft sig í alhliða ræstingum fyrir fyrirtæki, hótel, stofnanir og húsfélög. Starfsemi þess er á höfuðborgarsvæðinu,  á Reykjanesi, Akranesi, Borgarnesi, Akureyri, Ísafirði, Selfossi og nágrenni og í Vestmannaeyjum.  Þá segir jafnframt  að starfsfólk fyrirtækisins fái góða þjálfun og öflugt gæðakerfi tryggi hámarksárangur.  

Í umsókn segir að með því að fara í verkefnið Fræðslustjóra að láni þá getir fyrirtækið dregið fram þá þekkingu og fræðslu sem mögulega skortir sem og mótað stefnu í fræðslumálum sem þá byggir á vilja og þörfum starfsmanna og fyrirtækisins. 

Í umsókn segir að með því að fara í verkefnið Fræðslustjóra að láni þá getir fyrirtækið dregið fram þá þekkingu og fræðslu sem mögulega skortir sem og mótað stefnu í fræðslumálum sem þá byggir á vilja og þörfum starfsmanna og fyrirtækisins. 

Verkefnið felur í sér að sjóðirnir leggja til “Fræðslustjóra að láni”, fræðslu- og mannauðsráðgjafa, sem greinir fræðsluþarfir fyrirtækisins og semur fræðsluáætlun byggða á greiningunni. Fræðsluáætlunin skal vera með útfærslu að leiðum, tímasetningu námskeiða og tillögum að fræðsluaðilum ásamt aðgerðum um þjálfun og menntun til styttri og lengri tíma. Greiningin og fræðsluáætlunin er ávallt unnin í nánu samstarfi með starfsmönnum og stjórnendum fyrirtækisins.

Allur kostnaður vegna ráðgjafans er greiddur af þeim sjóðum sem að verkefninu koma en framlag fyrirtækisins felst í framlögðum tíma starfsfólks.

Ráðgjafi verkefnisins er Ragnar Matthíasson hjá RM ráðgjöf.

Nánari upplýsingar um verkefnið Fræðslustjóra að láni má nálgast á vef Starfsafls, www.starfsafl.is eða í síma 5181850

Myndin er fengin að láni af heimasíðu fyrirtækisins.

Um Starfsafl:

Starfsafl fræðslusjóður er starfsmenntasjóður Samtaka atvinnulífsins og Eflingar, VSFK og Verkalýðsfélagsins Hlífar. Sjóðurinn varð til á grundvelli kjarasamninga árið 2000 og hlutverk hans er að styrkja félagsmenn og fyrirtækin sem þeir starfa hjá, í starfsmenntun.

Styrkir til einstaklinga eru afgreiddir af stéttafélögunum en Starfsafl afgreiðir styrki til fyrirtækja. Tekjur Starfsafls eru starfsmenntaiðgjald sem er samningsbundið gjald atvinnurekenda til sjóðsins, eins og um er samið á hverjum tíma.