Staðfesting á félagsaðild

Vegna félagsmanna Eflingar.

Til að fá styrk frá Starfsafli þarf að staðfesta félagsaðild þeirra sem eru félagsmenn Eflingar með skilagrein félagsgjalda / stéttarfélagskilagrein.  

Það er gert með því að leggja fram yfirlit sem sótt er í launakerfi fyrirtækisins og sýnir að greidd hafi verið launatengd gjöld, þar með talið starfsmenntaiðgjald til Starfsafls.  Athugið að þetta yfirlit er ekki hægt að fá hjá Eflingu, aðeins úr launakerfi fyrirtækisins. 

Yfirlitið þarf að ná yfir þann mánuð sem námið eða námskeiðið fór fram eða þegar reikningur var gefinn út.

Á yfirlitinu þarf eftirfarandi að koma fram:

  • Viðtakandi iðgjaldanna þarf að vera Efling.
  • Fram þarf að koma nafn og kennitala viðkomandi félagsmanns.
  • Yfirlitið skal vera úr launakerfi (t.d. PDF) – Excel-skjöl eru ekki gild.
  • Útlit yfirlitsins getur verið mismunandi eftir launakerfum (sjá þrjú dæmi hér að neðan, búið er að hylja allar upplýsingar tengdar greiðanda og félagsfólki aðrar en fjárhæðir).  Myndirnar er hægt að stækka með því að setja  bendilinn yfir.

 

Hvar á að setja yfirlitið í umsókninni?

Setjið yfirlitið inn sem fylgiskjal með umsókninni, þar sem önnur skjöl eru hlaðin upp. Það skiptir ekki máli hvar nákvæmlega það er sett inn – aðalatriðið er að það fylgi með.  

Umsókn verður hafnað ef þetta yfirlit fylgir ekki með.