Vegna félagsmanna Eflingar.
Til að staðfesta félagsaðild þeirra sem eru í Eflingu þarf að leggja fram gögn sem sýna fram á að launatengd gjöld, þar með talið starsfmenntaiðgjaldið til Starfsafls, hafi verið greitt í þeim mánuði sem sem nám/ námskeið fer fram eða reikningur er gefinn út
Í því felst að senda þarf skilagrein með umsókn (sótt í launabókhald fyrirtækisins). Athugið að yfirlitið þarf að ná yfir þann mánuð sem nám eða námkeið fór fram eða reikningur er gefinn út. Á yfirlitinu þarf að koma fram nafn og kennitala félagsfólks og vera á því formi sem skilað er inn til Eflingar. Á myndinni hér fyrir neðan má sjá hvernig yfirlit lítur út. Myndina er hægt að stækka með því að færa bendilinn yfir hana
Yfirlit yfir iðgjöld er hengt við umsóknina þar sem önnur fylgiskjöl er sett og skiptir ekki öllu hvar nákvæmlega, mestu skiptir að þetta fylgi með svo afgreiðsla umsóknar geti verið hnökralaus.
Athugið að umsókn verður hafnað ef þessi gögn vantar með umsókn. Ekki eru tekin gild önnur gögn til staðfestingar.