76 umsóknir í desember

Í síðasta mánuði ársins 2019 bárust sjóðnum 76 umsóknir frá 36 fyrirtækjum. 8 umsóknum var hafnað og þrjár umsóknir eru í vinnslu, þar með talin ein vegna Fræðslustjóra að láni.

Heildarfjárhæð greiddra styrkja var rétt undir 8 milljónum króna og á bak við þá tölu eru 1355 kennslustundir og 870 félagsmenn.

Flestar umsóknir voru vegna íslenskunámskeiða eða alls 16 umsóknir. Á bak við þá tölu eru 88 félagsmenn.

Önnur námskeið voru sem hér segir:

Eigin fræðsla
Endurmenntun atvinnubílstjóra
FAL
Félagsleg fræðsla
HACCP
Hópefling
Íslenska
Námskeið atvinnubílstjóra
Áskrift að rafrænum fræðslugrunni
Sala og þjónusta
Samskipti og liðsheild
Sérhæfð tækninámskeið
Sérsniðin námskeið
Skyndihjálp
Smávélanámskeið
Stjórnendaþjálfun
Vinnuvélanámskeið
Öryggisnámskeið

Greiddar fjárhæðir vegna einstaklingsstyrkja í desember voru sem hér segir:

Efling kr. 12.027.503,-
VSFK kr. 5.987.410,-
Hlíf kr. 948.498,-

Samtals greiddir einstaklingsstyrkir voru kr. 18.963.411,-

Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband við skrifstofu Starfsafls. Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.