65 umsóknir í desembermánuði
Það voru fjölmargar umsóknir sem bárust Starfsafli í desembermánuði auk þess sem allir samningar um eigin fræðslu voru gerðir upp en þeir voru rúmlega tuttugu talsins.
Alls bárust 65 umsóknir frá hátt í 30 fyrirtækjum og heildarupphæð greiddra styrkja var 4.4. milljónir króna. Þess ber að geta að þær umsóknir sem bárust allra síðustu daga ársins voru ekki afgreiddar fyrr en á nýju ári en teljast engu að síður til ársins 2017. Uppgjör vegna samninga um eigin fræðslu er ekki í fyrrgreindri krónutölu.
Ef litið er nánar á umsóknir sem bárust þá voru þrjár umsóknir vegna aukinna ökuréttinda, fimm vegna endurmenntunar atvinnubílstjóra og sjö umsóknir vegna íslenskunáms, svo dæmi séu tekin.
Tvær umsóknir bárust vegna Fræðslustóra að láni og eru báðar í vinnslu. Ekki er komin krónutala á verkefnin en miðað við fyrstu drög þá má áætla að samanlagt verði framlag Starfsafls rúmlega milljón.
Önnur námskeið voru hefðbundin, s.s. samskipti, tækninámskeið, tölvur, vinnuvélaréttindi þjónustunámskeið og öryggisnámskeið.
Á bak við þessar styrkveitingar sem að ofan er getið eru alls ellefuhundruð félagsmenn en fyrirtæki með starfsfólk innan Flóabandalagsins geta sótt til sjóðsins og hvetur Starfsafl fyrirtæki til að hafa samband og kanna hvaða leiðir eru mögulegar. Þá má finna nánari upplýsingar á vef Starfsafls www.starfsafl.is eða í síma 5107550