6 mánaða uppgjör Starfsafls
Við 6 mánaða uppgjör Starfsafls á greiddum styrkjum til einstaklinga og fyrirtækja má sjá töluverða aukningu á milli ára. Það eru hinsvegar ekki óvæntar fréttir þar sem stigvaxandi sókn hefur verið í sjóðinn síðastliðin ár, þá sérstaklega hvað varðar umsóknir um fyrirtækjastyrki.
Sé litið á hlutfallslega aukningu þessa fyrstu 6 mánuði þá hafa útgreiðslur styrkja til einstaklinga aukist um tæp 18% á milli ára og styrkir til fyrirtækja um tæp 50%.
Á myndinni má sjá aukningu í krónum talið.
Sífellt er verið að leita leiða til að nálgast viðskiptavini sjóðsins og þá mæta þörfum þeirra, s.s. með hækkun á einstaklingsstyrkjum og fleiri styrkleiðum fyrir fyrirtæki, svo dæmi séu tekin. Þá hefur umsóknarferli fyrir fyrirtæki verið einfaldað til muna með tilkomu Áttarinnar, umsóknarvefgáttar fyrir fyrirtæki, og vonir standa til að í nánustu framtíð verði tekin í notkun rafræn umsóknargátt fyrir einstaklinga.