59 milljónir króna í styrki í janúar 2025

Sjóðnum berst iðulega fjöldi umsókna í janúar, bæði frá fyrirtækjum og einstaklingum, auk þess sem fjöldi fyrirspurna berst varðandi mögulega styrki til fyrirtækja sem og rétt þeirra.   Mánuðurinn var því annasamur og við fögnum því svo sannarlega.  

Samanlögð greidd styrkfjárhæð til fyrirtækja og einstaklinga í janúar var rétt undir 59 milljónum króna og á bak við þá tölu  886 félagsmenn.  Það er ekki leiðinlegt að byrja árið á þennan máta, að finna áhuga fyrir aukinni starfsmenntun og kraftinum sem í því liggur og við hvetjum alla, fyrirtæki jafnt sem einstaklinga, að nýta áunnin rétt og mæta verkefnum morgundagsins með þekkingu og færni við hæfi. 

Samanlögð greidd styrkfjárhæð til fyrirtækja og einstaklinga í janúar var um 59 milljónir króna og á bak við þá tölu  886 félagsmenn.  

Styrkir til fyrirtækja

Janúar hefst alltaf á því að afgreiddar eru eftirlegukindur desembermánaðar, það er þær umsóknir sem bárust undir lok mánaðarins og síðan umsóknir fyrirtækja sem höfðu náð hámarki í síðasta mánuði ársins og voru því færðar yfir á nýtt ár.  Samanlagt voru því afgreiddar 29 umsóknir í janúar, frá 19 fyrirtækjum.  Heildarfjárhæð greiddra styrkja var 6,5 milljónir króna og á bak við þá tölu 125 félagsmenn.  Ein umsókn var vegna nýsköpunar og þróunar og bíður hún þess að vera borin undir stjórn en þess háttar umsóknir  fara þá leið.  Fjölda umsókna frá fyrirtækjum var hafnað og þótti tilefni til  að henda í sérstaka frétt þess efnis enda hafði annað eins aldrei sést í einum mánuði hjá sjóðnum sjá hér

Allt nám sem telst til starfsnáms er styrkt sem og nám sem tekur til samkipta, tungumála og ökuréttinda,svo dæmi séu tekin.  Auk þess er markþjálfun styrkhæf hjá sjóðnum og færist það í aukana að starfsfólk nýti það enda markþjálfun sérlega gott verkfæri fyrir þá sem eru að velta fyrir sér stöðu sinni sem og  stjórnendur, svo dæmi séu tekin.   Hér fyrir neðan má sjá upptalningu á því sem var styrkt í janúarmánuði:

Aukin ökuréttindi
Fallvarnir
Gæðastjórnun
Íslenska
Leiðtogaþjálfun
Markþjálfun
Ráðstefna um markaðsmál
Sameiginlegur styrkur; háskólanám
Samskipti
Sjálfstyrking (meðvirkni)
Stjórnendanám
Vinnuvélanámskeið
Vinnuvélaréttindi. 

Styrkir til einstaklinga

Í greiddum styrkjum til einstaklinga var einhver fjöldi umsókna frá desembermánuði sem afgreiddur var í janúar.  Samanlögð styrkfjárhæð að því meðtöldu til einstaklinga var kr. 52.2 milljónir króna  og á bak við þá fjárhæð 761 félagsmenn.

Efling kr 38.786.874,-

VSFK kr. 8.441.081,-

Hlíf kr. 5.028.878,-

Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband í síma 6930097 eða með tölvupósti á [email protected] Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, eins og áður segir, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.

Myndin með fréttinni er fengin hér