5 milljónir greiddar út í mars

Fræðsla á vinnustað er innan orðin hluti af menningu margra fyrirtækja og umsóknir í sjóðinn undirstrika það. Í marsmánuði bárust sjóðnum 42 umsóknir frá 19 fyrirtækjum og hafa þá sjóðnum borist alls 109 umsóknir það sem af er ári. Styrkloforð eru rétt undir fimm milljónum króna.

Á bak við umsóknir mánaðarins voru 1577 starfsmenn og 1057 kennslustundir. Það segir okkur að snertingar við félagsmenn þá sem tilheyra sjóðnum eru gríðarlega margar og það er vel.

Sé litið nánar á niðurbrot umsókna þá var 1 umsókn vegna Fræðslustjóra að láni, 5 vegna eigin fræðslu og 6 umsóknir vegna endurmenntunar atvinnubílstjóra. Önnur námskeið voru sbr. eftirfarandi:

Fræðsluferð um Reykjanes
Fyrirlestur um erfið starfsmannamál
Fyrirlesur um markmiðasetningu
Grunnnámskeið fiskvinnslunnar
HACCAP
Hádegisfyrirlestur
Námskeið að takast á við erfiða viðskiptavini
Námskeið fyrir millistjórnendur
Námskeið í starfsmannasamtölum
Námskeið í tímastjórnun
Námskeið/fyrir starfsm sem eru að ljúka störfum
Ógnandi hegðun
Ráðningarnámskeið fyrir stjórnendur
Sjálfvirðing og hvatning í kjölfar uppsagna
Skyndihjálp
Stjórnendanámskeið
Vaktavinna og vellíðan
Vinnustofa um liðsheild

Skrifstofa Starfsafls veitir frekari upplýsingar um styrki til fyrirtækja og þær reglur sem þar gilda.