Umfang styrkja í ágústmánuði
Í ágúst bárust sjóðnum 30 umsóknir frá 18 fyrirtækjum. Það var sérstaklega ánægjulegt að sjá hversu margar umsóknir bárust frá fyrirtækjum sem aldrei fyrr hafa sótt um í sjóðinn þrátt fyrir að hafa verið í reksti í fjölda ára. Við fögnum því og hvetjum rekstraraðila til að kynna sér umhverfi starfsmennta- og fræðslusjóða og þær reglur sem þar gilda.
Af þeim 30 umsóknum sem bárust voru 3 umsóknir um Fræðslustjóra að láni og eru þær enn í vinnslu.
Heildarstyrkupphæð mánaðarins var um 2.5 milljónir og sú tala á eftir að hækka töluvert ef fyrrgreind verkefni verða samþykkt.
Meðal námskeiða sem voru styrkt voru dyravarðanámskeið, endurmenntun atvinnubílstjóra, skyndihjálp og meðhöndlun matvæla svo dæmis séu tekin.
Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband við skrifstofu Starfsafls.