40 milljónir króna í styrki í maímánuði
Sumarið kom sannarlega með hvelli í maí, sól skein á lofti og sumarstarfsfólkið streymdi inn á vinnumarkaðinn. Víða fóru fyrirtæki í það að fræða og efla sitt sumarstarfsfólk og mun það vonandi skila sér á komandi mánuðum í fjölda styrkumsókna, en fyrirtæki geta sannarlega nýtt rétt sinn hjá sjóðnum og fengið 90% styrk vegna þeirra sem koma og starfa yfir sumarmánuðina.
Víða fóru fyrirtæki í það að fræða og efla sitt sumarstarfsfólk og mun það vonandi skila sér á komandi mánuðum í fjölda styrkumsókna, en fyrirtæki geta sannarlega nýtt rétt sinn hjá sjóðnum og fengið 90% styrk vegna þeirra sem koma og starfa yfir sumarmánuðina.
Í maí var hinsvegar fátt um styrki vegna sumarstarfsfólks en fjöldi styrkja var veittur vegna annarra enda mikilvægt að fjárfesta í öllu starfsfólki og tryggja að rétt hæfni, þekking og réttindi sé ávallt til staðar. Alls voru greiddar út rétt um 40 milljónir króna í styrk til fyrirtækja og einstaklinga og náði sú fjárhæð til 964 einstaklinga.
Alls voru greiddar út rétt um 40 milljónir króna í styrk til fyrirtækja og einstaklinga og náði sú fjárhæð til 964 einstaklinga.
Styrkir til fyrirtækja
Í maí bárust 40 umsóknir og heildarfjárhæð greiddra styrkja var 10.6 miljónir króna. Á bak við þessar tölur eru 532 einstaklingar. Alls var fimm umsóknum hafnað og ástæður þar að baki samanber eftirfarandi upptalningu:
- Nauðsynleg gögn skiluðu sér ekki og því ekki hægt að klára afgreiðslu
- Sótt var um á rangri kennitölu
- Skilagreinar vantaði vegna félagsmanna Eflingar, sjá hér
- Enginn þátttakenda var félagsmaður þeirra félaga sem standa að Starfsafl
- Gögnin voru í óreiðu, sótt um vegna margra námskeiða / reikninga í sömu umsókn.
Styrkir voru veittir vegna eftirfarandi:
Aukin ökuréttindi
Endurmenntun atvinnubílstjóra
Frumnámskeið
Gæðastjórnun
Grunnnámskeið vinnuvéla
Íslenska
Leiðtogaþjálfun
Öryggis- og brunavarnir
Samningatækni og þjónustunámskeið
Samskipti / Ekko
Sjálfstyrking
Skyndihjálp
Stjórnendaþjálfun
Stjórnun fyrir millistjórnendur
Svefn
Verkstjóranámskeið
Vinnuvélanámskeið
Vinnuvernd
Þá var veittur styrkur til Eflingar vegna félagslegrar fræðslu, sjá nánar hér
Þau fyrirtæki sem nýttu sér rétt sinn og lögðu inn umsókn í mánuðinum voru sem hér segir:
Aþ þrif
Bílaleiga Flugleiða ehf
Blue Car rental
Bus4u
Colas á Íslandi
Coripharma
Félagsstofnun stúdenta
First Water
Hringanes
Ice Hotel Collection Berjaya
Íslandshótel
Íslenska gámafélagið
Jáverk ehf
Loftorka Reykjavík ehf
Ölgerðin
Reykjagarður
Straumhvarf
VHE
Styrkir til einstaklinga.
Styrkir til einstaklinga voru 432 og í krónum talið sem hér segir:-
VSFK kr. 4.901.579,-
Hlíf kr .2.351.497,-
Efling kr. 22.105.453,-
Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband í síma 6930097 eða með tölvupósti á [email protected] Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, eins og áður segir, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.
Myndin með fréttinni er fengin hér