36 umsóknir frá 22 fyrirtækjum í júní

Í júnímánuði ársins bárust Starfsafli 36 umsóknir frá 22 fyrirtækjum.

Fyrirtækin sem um ræðir eru fjölbreytt að vanda, meðal annars í öryggisgæslu,heildsölu, fiskvinnslu, ferða – og veitingaþjónustu, svo dæmi séu tekin. Þá eru þrjú ný fyrirtæki sem ekki hafa sótt áður í sjóðinn og það er ánægjulegt.

Heildarupphæð styrkloforða var á fjórðu milljón króna og búið er að greiða út rúmar þrjár milljónir.

Af þeim umóknum sem bárust voru sjö vegna eigin fræðslu, þrjár vegna Fræðslustjóra af láni, sjö vegna íslenskunámskeiða og eitt vegna endurmenntunar atvinnubílstjóra auk annara námskeiða sem sjá má hér fyrir neðan:

Brunavarnanámskeið
Frumnámskeið
Hafnargæsla
Leiðtoganámskeið
Liðsheildarfyrirlestur
Mannauðsstjórnun
Námskeið fyrir öryggistrúnaðarmenn
Námskeið HACCP 3
Ráðstefna
Sjálfsvarnarnámskeið
Skyndihjálp
Stjórnendanámskeið
Svefn og vellíðan
Vettvansliði EMR
Þrif og frágangur

Á bak við þessi námskeið eru tæplega 500 starfsmenn og 730 kennslustundir.

Skrifstofa Starfsafls veitir frekari upplýsingar um styrki til fyrirtækja og þær reglur sem þar gilda.